Niðurstöður hluthafafundar Kviku banka hf.


Fyrr í dag, 18. desember 2018, fór fram hluthafafundur Kviku banka hf. Eftirfarandi eru samþykktir fundarins:


1. Hluthafafundur Kviku banka hf., haldinn þann 18. desember 2018, samþykkir að Kvika banki hf. kaupi allt hlutafé í GAMMA Capital Management hf., með þeim skilmálum sem fram koma í tilkynningu félagsins um kaupsamning, sem birt var 19. nóvember 2018 í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Samþykki hluthafafundar er með fyrirfara um tilskilin samþykki eftirlitsaðila. 

2. Samþykkt var tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum, þannig að ákvæði gr. 4.11 í samþykktum félagsins um eina undirnefnd stjórnar taki breytingum og kveði eftirleiðis á um skipun þriggja undirnefnda stjórnar; áhættunefndar, endurskoðunarnefndar og starfskjaranefndar. Eftir breytingu hljóðar framangreind ákvæði svo:

4.11. Stjórn skal skipa félaginu áhættunefnd, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd, eigi síðar en mánuði eftir aðalfund. Hver nefnd skal skipuð að lágmarki þremur einstaklingum, þar af tveimur stjórnarmönnum félagsins hið minnsta. Starfsmenn félagsins skulu ekki eiga sæti í undirnefndum stjórnar. Nefndarmenn skulu búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu til að sinna þeim hlutverkum sem undirnefndum stjórnar ber að sinna samkvæmt gildandi lögum og reglum. Hver nefnd skal setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar og skulu þær staðfestar af stjórn.“

3. Hluthafafundur Kviku banka hf., haldinn þann 18. desember 2018, samþykkir að þóknun nefndarmanna í undirnefndum stjórnar verði með þeim hætti að formaður hverrar undirnefndar skuli fá greiddar kr. 200.000,- á mánuði fyrir störf sín en aðrir nefndarmenn kr. 150.000,- á mánuði. 

Jafnframt samþykkir hluthafafundur að núverandi nefndarmönnum, sem ekki hafa fengið greidda þóknun fyrir störf sín á þessu starfsári, verði greidd þóknun afturvirkt í samræmi við framangreinda tillögu, fyrir þá vinnu sem þeir hafa innt af hendi frá aðalfundi félagsins þann 21. mars 2018.