Jón Gretar Jónsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Eikar fasteignafélags hf. Jón Gretar hefur þegar komið að þróun viðskiptatækifæra í fasteignum félagsins og mun reynsla hans nýtast sviðinu vel. Jón Gretar var áður framkvæmdastjóri húsumhyggju frá árinu 2014 og rekstrarstjóri hjá Landfestum frá árinu 2011. Jón Gretar er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Viðskiptaþróun mun vinna þvert á önnur svið félagsins.

Árdís Ethel Hrafnsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra húsumhyggju. Árdís hóf störf í fasteignageiranum árið 2012 og hefur starfað sem lögfræðingur og regluvörður félagsins frá árinu 2014. Árdís hefur öðlast þekkingu á rekstri félagsins í gegnum störf sín fyrir félagið og þá sérstaklega að því sem snýr að útleigu og samskiptum við leigutaka. Árdís er með LLM gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð, og B.Sc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. Árdís verður staðgengill regluvarðar.

Jóhann Magnús Jóhannsson hefur verið ráðinn í nýtt starf framkvæmdastjóra lögfræðisviðs Eikar fasteignafélags hf. Jóhann mun heyra undir forstjóra og starfa með stjórn félagsins sem regluvörður. Jóhann er lögmaður með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi, er með LLM gráðu í lögfræði frá University College London og mag.jur. gráðu frá Háskóla Íslands. Áður starfaði Jóhann í rúm tíu ár hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og London.