Reykjavíkurborg – útboð á grænum skuldabréfum, RVKG 48 1


Reykjavíkurborg hefur ákveðið, í samræmi við útgáfuáætlun 2019, að efna til útboðs á skuldabréfaflokknum RVKG 48 1 miðvikudaginn 6. mars. Heimild til lántöku á árinu 2019 er 5.500 m.kr. Engin lán hafa verið tekin það sem af er ári og er því ónýtt heimild 5.500 m.kr.

Heildarstærð RVKG 48 1 fyrir þetta útboð nemur alls 4.100 m.kr. að nafnvirði. Skuldabréfin eru verðtryggð með jöfnum greiðslum til 30 ára með greiðslu afborgana og vaxta á 6 mánaða fresti.

Tilgangurinn útgáfunnar er að fjármagna græn fjárfestingarverkefni í samræmi við Grænan ramma Reykjavíkurborgar. Ramminn fylgir svokölluðum „green bond principles,“ viðmiðum útgefnum af ICMA, alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði og hefur CICERO veitt óháð álit á rammanum (e. second opinion). Samkvæmt áliti CICERO fær Græni rammi Reykjavíkurborgar hæstu einkunn, Dark Green, og allir undirflokkar og verkefni fá einnig dark green einkunn. Litið er sérstaklega til stjórnsýslulegs fyrirkomulags sem fær einnig hæstu einkunn, excellent.

Fossar markaðir hf. hafa umsjón með útboðinu og kynnir það fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að ákvarða fjárhæð útboðsins, taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.

Áætlaður uppgjörsdagur er mánudagurinn 11. mars.

Nánari upplýsingar gefa:
Birgir Björn Sigurjónsson
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Sími: 693 9321

Matei Manolescu
Skuldabréfamiðlun Fossa markaða hf,
Netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com
Sími:  522 4008


Fjárfestasíða Reykjavíkurborgar

Viðhengi


Attachments

Grænn rammi Reykjavikurborgar Second Opinion on the City of Reykjavik s Green Bond Framework Utgafulysing_RVKG481 RVKG 48 1 - skilmalar