Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar


Niðurstaða úr skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar

Reykjavíkurborg lauk í gær, 6. mars 2019, útboði á grænum skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar, RVKG 48 1.

Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 3.320 m. kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfu á bilinu 2,19% - 2,35%.

Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 2.820 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 2,30%. Fyrir höfðu verið gefin út bréf í þessum flokki að nafnvirði 4.100 m. kr. og því verður heildarstærð hans eftir útboðið 6.920 m. kr.

Tilgangurinn útgáfunnar er að fjármagna græn fjárfestingarverkefni Reykjavíkurborgar í samræmi við Grænan ramma Reykjavíkurborgar (Green Bond Framework). Einungis má fjármagna með grænum skuldabréfum borgarinnar þau verkefni sem uppfylla strangar kröfur Græna rammans. 

Fossar Markaðir höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita: 

Birgir Björn Sigurjónsson, Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar, sími: 693-9321, netfang: bbs@rvk.is

Daði Kristjánsson, Fossar markaðir hf., sími: 840-4145, netfang: dadi.kristjansson@fossarmarkets.com