Ráðherra skipar starfshóp til að leiða viðræður um kaup ríkisins á Landsneti


Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað starfshóp sem leiða mun viðræður um kaup ríkisins á  Landsneti. Landsnet annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa. Fyrirtækið starfar samkvæmt sérleyfi og var stofnað á grundvelli raforkulaga frá árinu 2003. Landsvirkjun á 64,7% hlutafjár í Landsneti en aðrir eigendur eru RARIK, Orkuveita Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. Ráðherra hefur sagt að stefnt sé að því að vinnu starfshópsins ljúki fyrir árslok 2019.


Reykjavík, 12. mars 2019

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.

Sími 515 9000, netfang: rafnar.larusson@landsvirkjun.is