Samningur um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréf Reykjavíkurborgar, RVK 53 1, RVK 32 1 og RVKN35


Þann 21. mars 2019 samþykkti borgarráð að endurnýja samninga við Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Kviku banka hf. og Landsbankann hf. um viðskiptavakt með skuldabréfaflokkana RVK 53 1, RVK 32 1 og RVKN 35 1.

Markmiðið með samningunum er að efla verðmyndun á eftirmarkaði.
Viðskiptavakt Arion banka hf., Íslandsbanka hf., Kviku banka hf., Landsbankans hf., gildir frá og með 1. apríl 2019 til 31. mars 2020.
Helstu atriði samningsins eru:
 

  • Viðskiptavakar hafa einir aðgang að sérstökum verðbréfalánum sem Reykjavíkurborg veitir.
     
  • Viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir RVK 53 1 og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 30 m.kr. að nafnvirði í NASDAQ OMX á Íslandi fyrir opnun markaðar. 
     
  • Viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir RVKN 35 1 og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 40 m.kr. að nafnvirði í NASDAQ OMX á Íslandi fyrir opnun markaðar. 

  • Viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir RVK 32 1 og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 40 m.kr. að nafnvirði í NASDAQ OMX á Íslandi fyrir opnun markaðar. 
     
  • Hámarksverðbil á kaup- og sölutilboðum skal aldrei vera meiri en 1%.
     
  • Viðskiptavaki skal endurnýja tilboð innan 15 mínútna eftir að þeim er tekið.
     
  • Ef viðskiptavaki á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 90 m.kr. að nafnvirði með RVK 53 1 er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.
     
  • Ef viðskiptavaki á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 120 m.kr. að nafnvirði með RVKN 35 1 er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.
     
  • Ef viðskiptavaki á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir samtals 120 m.kr. að nafnvirði með RVK 32 1 er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða.

Nánari upplýsingar gefur:
Birgir Björn Sigurjónsson
Fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
Sími: 411-1111

Viðhengi


Attachments

Viðskiptavakasamningur RVK 2019