Skeljungur hf.: Niðurstöður aðalfundar Skeljungs 2019


Aðalfundur Skeljungs var haldinn í dag, þriðjudaginn 26. mars 2019 á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn hófst kl. 16.15. Jón Diðrik Jónsson, formaður stjórnar, flutti skýrslu stjórnar og Hendrik Egholm, forstjóri, fór yfir uppgjör félagsins og helstu þætt í starfsemi þess á árinu 2018.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á heimasíðu félagsins: https://www.skeljungur.is/adalfundur2019

1.      Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár

Aðalfundur samþykkti endurskoðaðan ársreikning samstæðu félagsins og móðurfélags vegna ársins 2018.

 2.      Ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu

Tillaga stjórnar um að ekki verði greiddur út arður til hluthafa á árinu 2019 vegna rekstrar ársins 2018 var samþykkt. Samkvæmt samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins er stefnt að því að greiða árlega til hluthafa 30-50% af hagnaði í formi arðgreiðslu eða endurkaupa á hlutum. Í samræmi við framangreint var samþykkt að stjórn félagsins myndi síðar leggja fram tillögu um endurkaup á eigin hlutum sem næmu allt að 550 m.kr. að markaðsvirði.

 3.     Starfskjarastefna

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um óbreytta starfskjarastefnu en hana má nálgast á vefsíðu Skeljungs: https://www.skeljungur.is/adalfundur2019

Á fundinum tilkynnti stjórn félagsins að hún hefði ákveðið að breyta kaupaukakerfi lykilstjórnenda fyrir árið 2019 á þann hátt að hámarks útgreiðsla vegna kaupauka vegna rekstrarársins 2019 verði 25% álag á laun. Þá upplýsti stjórnin ennfremur að hún hefði ákveðið að taka starfskjarastefnu félagsins til endurskoðunar á árinu en gert er ráð fyrir að nýja stefnan innihaldi m.a. nákvæmari útlistun um hámarkskaupauka.

4.      Þóknun stjórnarmanna, undirnefnda og endurskoðanda

Tillaga um óbreytt kjör stjórnarmanna, undirnefnda og endurskoðanda var samþykkt.

5.      Kjör stjórnarmanna félagsins

Eftirtaldir aðilar voru kjörin í stjórn félagsins:

  • Ata Maria Bærentsen
  • Baldur Már Helgason
  • Birna Ósk Einarsdóttir
  • Jens Meinhard Rasmussen
  • Kjartan Örn Sigurðsson

  6.      Kjör tilnefningarnefndar

Eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér til setu í tilnefningarnefnd félagsins og voru þau sjálfkjörin:

  • Katrín S. Óladóttir
  • Sigurður Kári Árnason
     

7.      Kjör endurskoðanda

Aðalfundur samþykkti að KPMG yrði endurkjörinn endurskoðandi félagsins.

8.      Önnur mál

Engin önnur mál voru löglega upp borin á fundinum og var honum slitið kl. 17:55.

Hægt er að nálgast Ársskýrslu Skeljungs 2018 á vefsíðu félagsins: http://arsskyrsla.skeljungur.is/arsskyrsla-2018

Önnur gögn frá aðalfundi má finna á  https://www.skeljungur.is/adalfundur2019

*             *             *

Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur, þar sem stjórn skipti með sér verkum.

Jens Meinhard Rasmussen var kjörinn formaður stjórnar. Birna Ósk Einarsdóttir var kjörin varaformaður stjórnar.

Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Helena Hilmarsdóttir, Baldur Már Helgason og Ata Maria Bærentsen. Í starfskjaranefnd tóku sæti Jens Meinhard Rasmussen og Birna Ósk Einarsdóttir. Þá var Kjartan Örn Sigurðsson tilnefndur til setu af hálfu stjórnar í tilnefningarnefnd. 

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.

*             *             *

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/