Vísað er til fyrri tilkynninga Kviku banka hf. (Kvika) um kaup á öllu hlutafé GAMMA Capital Management hf. (GAMMA). Líkt og fram kom í tilkynningu sem birt var 6. mars sl. eignaðist Kvika á þeim tímapunkti 96,15% hlutafjár í GAMMA. Afhending þeirra hluta sem eftir stóðu, samtals 3,85% hlutafjár í GAMMA, verður á morgun, þann 12. apríl 2019. Frá og með þeim degi mun Kvika eiga allt hlutafé GAMMA.