Kvika banki hf.: Jákvæði afkomutilkynning


Frumdrög að uppgjöri samstæðu Kviku banka hf. vegna fyrsta ársfjórðungs 2019 liggja fyrir. Samkvæmt þeim lítur út fyrir að afkoma bankans á fjórðungnum verði 830-880 milljónir króna fyrir skatta. Áætlun Kviku fyrir árið 2019 gerði ráð fyrir 1.990 milljóna króna hagnaði fyrir skatta, án áhrifa af GAMMA Capital Management hf. sem kom inn í samstæðu bankans 1. mars 2019.

Helsta ástæða góðrar afkomu er sú að þóknunartekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fjórðungnum.

Bankinn mun birta uppfærða afkomuspá fyrir árið 2019 um leið og hún liggur fyrir.