Á fundi sínum í dag samþykkti stjórn Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) að gefa út og selja réttindi til áskriftar að 46.000.000 nýjum hlutum í bankanum. Ákvörðunin er tekin með vísan til heimildar í bráðabirgðaákvæði II við samþykktir Kviku og ákvæða 46. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Kaupendur réttindanna eru starfsmenn Kviku og dótturfélaga bankans.

Söluverð réttindanna nemur 0,944 kr. á hvern hlut. Verðið er eðlilegt gangverð metið af óháðum sérfræðingi.

Áskriftarréttindin gilda til 18. desember 2022. Kaupendur geta nýtt helming útgefinna réttinda á tímabilinu frá 18. desember 2020 og þar til 18. desember 2022 og hinn helming réttindanna á tímabilinu frá 18. desember 2021 og þar til 18. desember 2022. Þó kann áskriftartímabil að verða framlengt ef tilvist innherjaupplýsinga á lokadegi áskriftartímabils hefur komið í veg fyrir nýtingu rétthafa á áskriftarréttindum sínum.

Áskriftargengið miðar við dagslokagengi þriðjudagsins 16. apríl 2019 og er kr. 11,78*(1 + 7,5/100)t, þar sem t stendur fyrir tímann frá útgáfu áskriftarréttindanna (reiknaður með því að deila fjölda daga miðað við 30 daga í mánuði með 360).

Heildarhlutafé Kviku er kr. 1.844.996.308 að nafnvirði. Útistandandi áskriftarréttindi nema nú 733.986.138 kr. að nafnvirði. Eftir framangreinda útgáfu nemur eftirstandandi heimild stjórnar Kviku til útgáfu og sölu réttinda til áskriftar að nýju hlutafé í bankanum 54.500.000 kr. að nafnvirði. Því til viðbótar getur heimild stjórnar til útgáfu áskriftarréttinda aukist um 50.000.000 kr. að nafnvirði að uppfylltum skilyrðum sem fjallað er um í bráðabirgðarákvæði IV í samþykktum félagsins.Viðhengi