Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrsta ársfjórðungs fyrir árið 2019 eftir lokun markaða miðvikudaginn 8. maí n.k.

Opinn kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 9. maí n.k. klukkan 8:30 á Hóteli 1919 í fundarherberginu Goðafoss, Pósthússtræti 2. Boðið verður upp á léttan morgunmat frá kl. 8:00.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, mun kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu ásamt Lýð H. Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs.