Kynningarfundur 24. maí 2019
Eimskipafélag Íslands hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2019 eftir lokun markaða fimmtudaginn 23. maí 2019.
Eimskip býður fjárfestum og markaðsaðilum til fundar þar sem Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri mun kynna uppgjör fjórðungsins.
Fundurinn verður haldinn föstudaginn 24. maí 2019 í höfuðstöðvum félagsins að Korngörðum 2 í Reykjavík og hefst kl. 8:30. Boðið verður uppá morgunverð frá kl. 8:15.
Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast eftir fundinn á fjárfestasíðu Eimskips,www.eimskip.is/investors