Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Birting viðauka við grunnlýsingu

Reitir fasteignafélag hf., kt. 711208-0700, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 17. desember 2018 sem birt var í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Viðaukinn er dagsettur 28. maí 2019 og er með honum lagfært orðalag í formi endanlegra skilmála sem birtist í viðauka við grunnlýsinguna frá 14. maí 2019. Viðaukinn er staðfestur af Fjármálaeftirlitinu og skoðast sem hluti af grunnlýsingunni.

Fossar markaðir hf. hafði umsjón með því ferli að fá viðaukann við grunnlýsinguna staðfestan hjá Fjármálaeftirlitinu. Viðaukinn er birtur á vefsíðu útgefanda, www.reitir.is/skuldabref. Grunnlýsinguna og viðaukann má nálgast á vefsíðunni á gildistíma grunnlýsingarinnar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins í Kringlunni 4-12 í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir:

Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669 4416.