Reginn hf.: Gengið til samninga um leigu á Suðurhrauni 3 til Vegagerðarinnar


Reginn hf. og Framkvæmdasýsla ríkisins f.h. Vegagerðarinnar hafa ákveðið að ganga til samninga um uppbyggingu og leigu á aðstöðu fyrir Vegagerðina að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Forsendur samnings eru byggðar á tilboði Regins í tengslum við útboð Vegagerðarinnar sl. haust.

Um er að ræða langtímaleigu á 6.000 m2 skrifstofu og geymsluhúsnæði og 9.000 m2 útisvæði. Suðurhraun 3, hefur verið skilgreint sem umbreytingarverkefni í eignasafni Regins.  Eignin hefur verið nýtt að hluta og þá sem bráðabirgðahúsnæði undir ýmsa starfsemi. Hluti núverandi geymsluhúsnæðis verður uppfært en skrifstofuhúsnæði verða nýbyggingar. Áætluð nýfjárfesting í tengslum við leigusamninginn er um 1.300 m.kr. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði afhent innan 14 mánaða.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262