Source: Reitir fasteignafélag hf.

Leiðrétting: REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 5. júní 2019

Í tilkynningu sem birtist í gær frá Reitum fasteignafélagi hf. um niðurstöðu skuldabréfaútboðs stóð að heildartilboð sem bárust hafi verið 7.513.602.644 krónur að nafnvirði, tilboðum hafi verið tekið að nafnvirði 7.413.602.644 krónur og að tekið hafi verið við bréfum að nafnvirði 3.565.617.596 krónur í flokknum REITIR151124. Rétt er að heildartilboð sem bárust hafi verið 7.538.911.510 krónur að nafnvirði, tilboðum hafi verið tekið að nafnvirði 7.438.911.510 krónur og að tekið hafið verið við bréfum í flokknum REITIR151124 að nafnvirði 3.599.502.295 krónur.

Upprunaleg fréttatilkynning er birt hér að neðan með leiðréttum fjárhæðum:

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 5. júní 2019 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REITIR150529, sem óskað verður eftir að skráður verði í kauphöll. Nánari upplýsingar um flokkinn má sjá hér. Jafnframt var eigendum skuldabréfa í flokknum REITIR151124 boðið að greiða fyrir kaup á nýju skuldabréfunum með skuldabréfum sínum í þeim flokki. Verð skuldabréfa í flokknum REITIR151124 var fyrirframákveðið og svarar til 2,55% ávöxtunarkröfu til uppgjörsdags.

Samtals bárust tilboð að nafnvirði 7.538.911.510 króna og var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 7.438.911.510 króna á ávöxtunarkröfunni 2,79%. Þar af var tekið við bréfum að nafnvirði 3.599.502.295 krónur í flokknum REITIR151124.

Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð þriðjudaginn 18. júní næstkomandi og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669-4416.