Í maí var farþegafjöldi Icelandair 419 þúsund og jókst um 14%.  Framboð var aukið um 7%. Sætanýting var 82,5% samanborið við 77,7% í maí í fyrra. Farþegum fjölgaði á öllum mörkuðum, þó mest á markaðinum til Íslands, um 36 þúsund, eða sem nemur 33%.  N-Atlantshafsmarkaðurinn var stærsti markaður félagins í mars með 50% af heildarfarþegafjölda.  Aukning á þeim markaði var 4%.  Farþegum á heimamarkaðinum frá Íslandi fjölgaði um 15% samanborið við fyrra ár. Komustundvísi í leiðarkerfi félagsins í maí nam 72% samanborið við 63% í maí á síðasta ári. 

Farþegar Air Iceland Connect voru 25 þúsund og fækkaði um 8% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári.  Sætanýting nam 69,2% og jókst um 7,2 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 12% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári og viðhalds flugvéla. Fraktflutningar jukust um 19%. Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 31%. Herbergjanýting var 82,9% samanborið við 72,8% í maí 2018. Aukning var á öllum hótelum félagsins bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.

ICELANDAIR MAÍ 19 BR. (%) ÁTÞ 19 BR. (%)
 Farþegar til Íslands 142.679 33% 582.167 24%
 Farþegar frá Íslandi 59.470 15% 241.129 21%
 Farþegar um Ísland 216.942 4% 616.834 -1%
Fjöldi farþega 419.091 14% 1.440.130 11%
Sætanýting 82,5% 4,8 ppt 79,6% 2,7 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.601,0 7% 5.658,9 8%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000) 1.320,3 14% 4.505,1 12%
Meðal flugleið (KM) 3.153 -1% 3.133 1%
Stundvísi (komur) 72,0% 8,9 ppt 75,0% 8,4 ppt
         
AIR ICELAND CONNECT MAÍ 19 BR. (%) ÁTÞ 19 BR. (%)
Fjöldi farþega 25.333 -8% 109.636 -14%
Sætanýting 69,2% 7,2 ppt 66,0% 5,5 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 11,8 -24% 53,5 -31%
         
LEIGUFLUG MAÍ 19 BR. (%) ÁTÞ 19 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 18,2 ppt 92,3% -4,0 ppt
Seldir blokktímar 2.528 -12% 12.369 -16%
         
FRAKTFLUTNINGAR MAÍ 19 BR. (%) ÁTÞ 19 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 12.713 19% 56.247 11%
         
HÓTEL MAÍ 19 BR. (%) ÁTÞ 19 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 34.639 15% 161.908 17%
Seldar gistinætur 28.717 31% 121.005 17%
Herbergjanýting 82,9% 10,1 ppt 74,7% -0,3 ppt

Upplýsingar:
Markaðsaðilar: Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandairgroup.is
Fjölmiðlar: Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi. Netfang: asdis@icelandair.is