Eik fasteignafélag hf.: Útboð á skuldabréfum 27. júní 2019


Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 27. júní 2019. Boðin verða til sölu verðtryggð jafngreiðsluskuldabréf til 30 ára. Þá er einnig til skoðunar hugsanleg útgáfa annarra styttri skuldabréfaflokka. Skuldabréfaflokkarnir verða veðtryggðir og munu deila veðsafni með þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins, EIK 100346 og EIK 161047, auk lána frá fjármálastofnunum.

Tilgangur skuldabréfaútboðsins er endurfjármögnun bankalána en endurfjármögnunin hefur þegar verið tryggð að fullu með lánum frá fjármálastofnunum. Útboð skuldabréfa verður haldið í aðdraganda uppgreiðslu bankalána og skila skal áskriftum fyrir klukkan 16:00 þann 27. júní 2019.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag útboðsins og þá skuldabréfaflokka sem boðnir verða til sölu verða veittar er nær dregur útboðinu.

Íslandsbanki hefur umsjón með sölu skuldabréfanna og endurfjármögnunarferli Eikar. Fossar markaðir koma jafnframt að sölu skuldabréfanna til erlendra aðila.

Nánari upplýsingar veitir Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 590-2209/820-8980.