Frumdrög að uppgjöri samstæðu Kviku banka hf. vegna fyrsta árshelmings 2019 liggja fyrir. Samkvæmt þeim lítur út fyrir að hagnaður samstæðunnar á fyrri árshelmingi verði 1.620-1.670 milljónir króna fyrir skatta. Uppfærð afkomuspá Kviku fyrir árið 2019, sem birt var samhliða birtingu uppgjörs 1. fjórðungs 2019 í maí sl., gerði ráð fyrir 2.700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Samkvæmt upphaflegri áætlun ársins var hagnaður ársins 1.990 milljónir króna fyrir skatta.

Markaðsaðstæður voru góðar á 2. ársfjórðungi og hafði það jákvæð áhrif víða í rekstrinum. Meðal annars voru niðurfærslur útlána undir áætlun og afkoma af eignastýringu innan samstæðunnar var nokkuð umfram áætlun.

Bankinn mun birta uppfærða afkomuspá fyrir árið 2019 um leið og hún liggur fyrir.