Eimskip: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og lok hennar


Í 31. viku 2019 keypti Eimskip 48.888 eigin hluti fyrir kr. 8.726.508 samkvæmt neðangreindu:

DagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverðKaupverð
29.7.201914:24:1348.888178,508.726.508
     
Samtals  48.888  8.726.508 

Um er að ræða kaup Eimskips á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í kauphöll þann 10. júní 2019.

Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni er nú lokið.

Eimskip átti 2.989.191 eigin hluti fyrir viðskiptin, sem nam 1,60% af heildarhlutafé félagsins, og á að þeim loknum 3.038.079 sem nemur 1,62% af heildarhlutafé félagsins.

Eimskip keypti í viku 31 samtals 48.888 hluti í félaginu. Kaupverð hinna keyptu hluta nam samtals kr. 8.726.508 sem samsvarar 1,75% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir skv. áætluninni. Eimskip keypti samtals 2.677.309 hluti í félaginu að fjárhæð kr. 499.998.342 að markaðsvirði í endurkaupaáætluninni.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni yrðu að hámarki keyptir 3.000.000 hluta og fjárhæð endurkaupanna yrði aldrei hærri en kr. 500.000.000.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri í síma 825-3399 eða investors@eimskip.is

Recommended Reading