Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Breyttar afkomuhorfur fyrir árið 2019

Í tengslum við undirbúning árshlutauppgjörs hafa Reitir unnið að uppfærslu á afkomuhorfum fyrir allt árið 2019. Í upphafi árs áætlaði félagið að tekjur ársins 2019 yrðu á bilinu 11.900 - 12.050 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu yrði á bilinu 7.850 - 8.000 m.kr.  Að mati stjórnenda hafa rekstrarhorfur þróast heldur til verri vegar og er nú við það miðað að tekjur verði á bilinu 11.700 - 11.850 m.kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar verði á bilinu 7.550 - 7.700 m.kr.

Breyttar horfur skýrast annars vegar af áhrifum af fækkun ferðamanna en hins vegar af þyngri rekstrarhorfum í mörgum atvinnugreinum, sem líklegar eru til að hafa neikvæð áhrif á útleigu atvinnuhúsnæðis  og innheimtu viðskiptakrafna. Telja stjórnendur Reita því nauðsynlegt að taka mið af þessum breytingum í mati á tekjuþróun félagsins til loka reikningsársins.

Reitir munu birta uppgjör sitt eftir lokun markaða mánudaginn 19. ágúst næstkomandi og verður kynningarfundur vegna uppgjörsins haldinn þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 8:30 á Hilton Reykjavik Nordica.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660-3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669-4416.