Kvika banki hf.: Tilkynningar um nýtingu áskriftarréttinda


Á grundvelli heimildar í samþykktum Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) hefur stjórn Kviku gefið út og selt áskriftarréttindi að hlutum í bankanum. Rétthöfum er heimilt að nýta réttindi sín, ýmist í heild eða að hluta, á skilgreindum nýtingartímabilum.

Eftir að rétthafi tilkynnir um nýtingu réttindanna hefur stjórn Kviku 30 daga til að verða við nýtingu þeirra. Með vísan til samninga um útgáfu réttindanna er stjórn skylt að hækka hlutafé til að mæta skuldbindingum samkvæmt réttindum og gefa út hlutafé, skrá rétthafa í hlutaskrá og tryggja skráningu þeirra sem rétthafa í verðbréfamiðstöð, sbr. lög nr. 131/1997 um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði II, III og IV við samþykktir Kviku er stjórn heimilt að auka hlutafé bankans í þeim tilgangi að uppfylla skyldur bankans samkvæmt útgefnum áskriftarréttindum.

Bankinn mun birta upplýsingar um nýtingu réttinda strax í kjölfar hvers stjórnarfundar, þar sem stjórn hefur tekið fyrir allar tilkynningar um nýtingu frá síðasta stjórnarfundi og samþykkt að hækka hlutafé til að mæta þeim.

Kvika telur að framangreind framkvæmd sé til þess fallin að gefa skýra mynd af hlutafjárhækkunum í tengslum við nýtingu útgefinna áskriftarréttinda.

Í þeim tilvikum sem stjórn bankans berst tilkynning frá stjórnendum hans, eða aðilum fjárhagslega tengdum þeim, um nýtingu réttinda í samræmi við framangreint verða upplýsingar um slík viðskipti birtar opinberlega í samræmi við 127. gr. laga nr. 108/2007.