Kvika banki hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 46 keypti Kvika 13.153.759 eigin hluti að kaupverði 144.143.072 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð
11.11.201910:29:561.250.00011,1213.900.000
11.11.201910:36:38416.66611,124.633.326
11.11.201910:56:47500.00011,15.550.000
12.11.201912:11:192.687.31111,0129.587.294
13.11.201909:30:142.763.13510,9230.173.434
14.11.201909:30:082.733.09210,8229.572.055
15.11.201909:30:372.803.55510,9630.726.963
Samtals 13.153.759 144.143.072

Um er að ræða viðskipti bankans í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 21. október sl. og er gerð í samræmi við heimild hluthafafundar Kviku þann 14. mars 2019.

Kvika átti 17.843.785 eigin hluti fyrir viðskiptin og á að þeim loknum 30.997.544 eigin hluti. Allir eigin hlutir voru keyptir samkvæmt áætluninni. Frá síðustu reglubundnu tilkynningu um endurkaup hefur hlutafé félagsins verið hækkað, sbr. tilkynning þann 14. nóvember 2019, og stendur í dag í 1.976.899.100 að nafnvirði. Eigin hlutir félagsins nema samkvæmt því 1,57% af útgefnum hlutum í félaginu. Nemur heildarkaupverð þeirra 322.911.712 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 50.000.000 hlutum eða sem nemur núna 2,5% af útgefnum hlutum í félaginu.

Endurkaupaáætlunin er í gildi á tímabilinu 21. október 2019 til og með 14. febrúar 2020, nema hámarks fjölda keyptra hluta verði náð fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“

Nánari upplýsingar veitir Halldór Karl Högnason, forstöðumaður fjárstýringar, í síma 540 3200.