Kvika banki hf.: Áætluð afkoma 2020 – Áframhaldandi styrking grunnrekstrar


Stjórn Kviku hefur samþykkt rekstraráætlun bankans fyrir árið 2020.

Áætlunin gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 2.300 – 2.700 m.kr. og arðsemi eiginfjár fyrir skatta verði á bilinu 15% - 18%. Langtímamarkmið bankans er 15% arðsemi eiginfjár fyrir skatta.

Áætlað er að hreinar þóknanatekjur verði 65% af hreinum rekstrartekjum, hreinar vaxtatekjur 27% og aðrar tekjur 8%. Skipting hreinna þóknanatekna milli sviða er áætluð 53% eignastýring, 16% markaðsviðskipti, 14% bankasvið, 10% fyrirtækjaráðgjöf og 7% annað.

Áætlað er að heildareignir verði 101 ma. kr. í lok árs 2020.

Afkoma bankans getur vikið frá áætlun, m.a. vegna markaðsaðstæðna.