Eik fasteignafélag hf.: Breytingar á viðskiptavakt


Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) hefur endurnýjað samninga sína við Arion banka hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu í Kauphöll Íslands, NASDAQ OMX Iceland. Eik hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka hf. um lok viðskiptavaktar hans á hlutabréfum á félaginu frá og með 5. febrúar 2020.

Samningar félagsins við Arion banka og Kviku banka kveða á um að hvor viðskiptavaki um sig skuli dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af félaginu í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Fjárhæð kaup- og sölutilboða viðskiptavaka skal að lágmarki nema kr. 1.500.000 að nafnverði á gengi sem hlutaðeigandi banki ákveður hverju sinni, þó að hámarki kr. 15.000.000 að markaðsvirði. Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða viðskiptavakans skal ekki vera meira en 1,5%.

Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu eða þau felld niður af hálfu viðskiptavakans. Eigi viðskiptavakinn viðskipti með bréf félagsins fyrir kr. 75.000.000 að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók viðskipavakans (eigin viðskipti bankans), falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Hvor samningurinn um sig er ótímabundinn, gildir frá og með 5. febrúar 2020 og er uppsegjanlegur af hálfu hvors aðila að honum með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir:
Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980