Eik fasteignafélag hf. hefur stækkað skuldabréfaflokkana EIK 050726 og EIK 050749, samtals að nafnverði 1.180 milljónir króna.

Í skuldabréfaflokknum EIK 050726 voru seldar 680 milljónir króna að nafnverði, en skuldabréfin eru með lokagjalddaga þann 5. júlí 2026 og bera fasta 2,712% verðtryggða vexti. Skuldabréfin voru seld á ávöxtunarkröfunni 2,73%.

Í skuldabréfaflokknum EIK 050749 voru seldar 500 milljónir króna að nafnverði, en skuldabréfin eru með með lokagjalddaga þann 5. júlí 2049, og bera fasta 3,077% verðtryggða vexti. Skuldabréfin voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,01%.

Íslandsbanki hafði umsjón með viðskiptunum og stækkun skuldabréfaflokkanna.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980