Klappir grænar lausnir hf.: Aðalfundur


Aðalfundur Klappa grænna lausna hf. verður haldinn á Café Atlanta,Hlíðarsmára 3 (gengið inn frá Hæðasmára),
fimmtudaginn 2. apríl 2019, og hefst hann kl. 16:00.

Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál:

  1.     Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 
     
  2.     Önnur mál sem eru löglega borin fram.

Á fundinum verður lögð fram tillaga stjórnar um breytingu á grein 2.01.5 samþykkta félagsins
um heimild til stjórnar um að auka hlutafé félagsins um allt að 50. m.kr. með útgáfu nýrra hluta
í B-flokki hlutabréfa. Miðað er við að núverandi  hluthafar falli frá forgangsrétti. Markmið með
útboðinu er að styðja við dreifingu á hugbúnaði félagsins á alþjóðlegum mörkuðum og fjölga notendum.

Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu
verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Austurstræti 17, 5. hæð, tveimur vikum fyrir aðalfund.

Öll gögn verða lögð fram fyrir hluthafa á síðunni www.klappir.com/fjarfestar

Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað frá kl. 15.45. Á aðalfundinum
fylgir eitt atkvæði með hverri einni krónu í A-flokki hlutabréfa. Atkvæðaréttur fylgir ekki með B-hlutabréfum.

Vegna COVID-19 og þeirrar óvissu sem um það ríkir þá er verið að skoða möguleikann á að
fundurinn fari fram í gegnum fjarskiptabúnað eða á annann sambærilegann hátt. Verði það
niðurstaðan verður hluthöfum tilkynnt um það með tölvupósti.

Vinsamlega athugið að aðalfundurinn var áður auglýstur 9. apríl og hefur sú dagsetning tekið breytingum eins og fram kemur hér að ofan.

Stjórn Klappa grænna lausna hf.