Eik fasteignafélag hf.: Leiðrétting upplýsinga í ársreikningi


Í ársskýrslu félagsins 2019 sem birt var 10. mars 2020 kom fram í óendurskoðuðu ársfjórðungsyfirliti að afskriftir í 4F 2019 hefðu verið 93m.kr., rekstrarhagnaður í 4F 2019 2.111m.kr., samtals afskriftir á árinu 0kr. og rekstrarhagnaður í 1F 2019 -1.626m.kr.

Hið rétta er að afskriftir í 4F 2019 voru -72m.kr., rekstrarhagnaður í 4F 2019 1.946m.kr., samtals afskriftir á árinu -165m.kr. og rekstrarhagnaður í 1F 2019 1.626m.kr.

Réttar upplýsingar komu fram í endurskoðuðum rekstrarreikningi í ársreikningi 2019. Misræmið leiðréttist hér með og tilkynningunni fylgir uppfærð ársskýrsla (V2).


Nánari upplýsingar veitir:
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980

Viðhengi


Attachments

Eik Ársskýrsla 2019 V2