Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og formaður stjórnar Valitor, mun taka tímabundið við starfi forstjóra Valitor eftir að Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að hann láti af störfum eftir áratug við stjórnvölinn. Herdís mun gegna starfinu þar til stjórn Valitor hefur ráðið forstjóra til frambúðar. Á því tímabili sem Herdís gegnir starfi forstjóra Valitor mun hún ekki taka þátt í störfum stjórnar Arion banka.

Þór Hauksson, varaformaður stjórnar Valitor, tekur við sem stjórnarformaður félagsins á meðan Herdís sinnir starfi forstjóra.

Nánari upplýsingar veitir Theódór Friðbertsson, forstöðumaður fjárfestatengsla Arion banka, theodor.fridbertsson@arionbanki.is, s. 856 6760.