Reginn hf.: – Lækkun á hlutafé í samræmi við ákvörðun aðalfundar



Í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, tilkynnir Reginn hf. að í samræmi við ákvörðun aðalfundar félagsins þann 11. mars 2020 hefur hlutafé verið lækkað um 43.091.859 krónur að nafnverði með ógildingu eigin hluta í samræmi við VII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995.

Hlutafjárlækkunin var skráð hjá Fyrirtækjaskrá og Verðbréfamiðstöð Íslands hf. 1. apríl 2020 og tók gildi í kerfum Nasdaq Iceland hf. þann 1. apríl 2020.

Hlutafé Regins fyrir hlutafjárlækkunina var 1.826.243.956 að nafnverði en er að henni lokinni 1.783.152.097 krónur að nafnverði.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262