Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 16:00 í salnum Háteig, á Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík.

Fundurinn átti að fara fram 2. apríl 2020, en stjórn félagsins ákvað að fresta honum vegna hertra takmarkana til að sporna við útbreiðslu COVID-19. 

Meðfylgjandi er fundarboð með dagskrá aðalfundar auk tillagna stjórnar, meðal annars um breytingar á starfskjarastefnu og samþykktum, og annarra skjala sem varða aðalfundinn.

Viðhengi