Skeljungur hf.: Hendrik Egholm forstjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs, segir starfi sínu lausu


Hendrik Egholm, forstjóri P/F Magn, dótturfélags Skeljungs hf. í Færeyjum, hefur sagt starfi sínu lausu. Hendrik hefur unnið innan samstæðu Skeljungs í 13 ár, fyrst sem forstjóri Magn frá 2007-2017, forstjóri Skeljungs frá 2017-2019 en frá 2019 til dagsins í dag sem forstjóri Magn.

Ásamt Johnni Poulsen framkvæmdastjóra hjá Magn hefur Hendrik átt þátt í að þróa og viðhalda Magn sem sterku og arðbæru félagi.

Hendrik Egholm, fráfarandi forstjóri Magn:

„Árin hjá Magn hafa verið frábær og ég er ánægður með þá þróun sem hefur átt sér stað innan félagsins á þeim tíma. Það er erfitt að kveðja en eftir nærri 13 ár í starfi tel ég vera kominn tími til að stíga til hliðar. Ég vil þakka starfsfólki Magn fyrir þeirra frábæru vinnu og stjórninni fyrir samstarfið.“

Jens Meinhard, stjórnarformaður Magn:

„Undir leiðsögn Hendriks hefur Magn orðið sterkt fyrirtæki með öflugu og hæfu starfsfólki. Fyrirtækið er í góðri stöðu fyrir þær áskoranir sem eru framundan. Fyrir hönd stjórnarinnar þakka ég Hendrik fyrir hans starf síðustu tæp 13 árin.“

Stjórn Magn hefur hafið leit að nýjum forstjóra en í millitíðinni mun Johnni Poulsen starfa sem forstjóri félagsins í samstarfi við stjórnarformann Magn.

Nánari upplýsingar veitir Jens Meinhard Rasmussen, stjórnarformaður Magn, jmr@skansi.fo.

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/