Reginn hf. – Landsréttur staðfestir dóm Hæstaréttar í máli 32/2019



Í dag staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu áfrýjaðs dóms Landsréttar í máli Norðurturnsins hf. gegn Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Kópavogsbæ, í máli nr. 32/2019.

Með dóminum var viðurkennd kvöð sem veitti Norðurturninum hf. rétt til nýtingar bílastæða á lóðinni við Hagasmára 1. Með sama hætti á Eignarhaldsfélagið Smáralind ehf. rétt til nýtingar bílastæða á lóðinni við Hagasmára 3, sem er í eigu Norðurturnsins hf. Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. og Kópavogsbæ var gert að greiða málskostnað að fjárhæð 1.000.000 kr.  

Í fyrri tilkynningum frá félaginu hefur komið fram að dómsmálið hafi óveruleg fjárhagsleg áhrif á Reginn og dótturfélög enda ekki höfð uppi fjárkrafa í málinu. Þá hefur málareksturinn ekki haft áhrif á uppbyggingaráform á svæði Smárans vestan Reykjanesbrautar (Smárabyggð).


Nánari upplýsingar:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262