Eik fasteignafélag hf.: Uppfærðar horfur


Eik fasteignafélag hf. hefur uppfært horfur sínar fyrir árið 2020. Enn er fyrir hendi óvissa um afkomu á árinu þar sem áhrif COVID-19 faraldursins hafa ekki komið í ljós að fullu.

COVID-19 faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á félagið og munar þar mestu um áhrif frá félögum í ferðaþjónustu, þá sérstaklega hótelum. Félagið telur að áhrif faraldursins muni vara vel inn í árið 2021 en ekki er horft til þeirra áhrifa í uppfærðri spá félagsins sem tekur einungis til ársins 2020.

EBITDA ársins er áætluð á bilinu 4.800 m.kr. – 5.100 m.kr. Félagið miðar jafnan við að frávik í spá frá EBITDA séu ekki meiri en 1% en miðar nú, í ljósi óvissu, við að frávik verði innan við 3%, samanber framangreint bil.

Í spá félagsins um EBITDA hefur verið tekið tillit til varúðarafskrifta viðskiptakrafna, en félagið gerir ráð fyrir að viðskiptakröfur hækki á árinu þrátt fyrir afskriftirnar.

Lausafjárstaða félagsins er engu að síður sterk og viðbúið að hún verði það áfram. Félagið á óádregnar lánalínur og umtalsvert af óveðsettum eignum. Staða félagsins er sterk gagnvart skilmálum á fjármögnun þess.

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, gardar@eik.is, s. 590-2200

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980