Sjóvá: Nýr samningur um viðskiptavakt við Arion banka


Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“) hefur gert nýjan samning við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Sjóvá í Kauphöll Íslands NASDAQ OMX Iceland.

Fjárhæð kaup- og sölutilboða, skal vera að lágmarki 500.000 bréf af nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 75 m.kr. ISK að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Arion banka heimilt að auka hámarksverðbil í 4,0%.

Samningurinn er ótímabundinn kemur til framkvæmda frá og með 8. júní 2020. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, í síma 844-2136 eða fjarfestar@sjova.is