Kvika banki hf.: Sala á eignarhlut Kviku í Korta gengur í gegn


Sala á eignarhlut Kviku og annarra í Korta, sem tilkynnt var um 19. apríl sl., til breska fjártæknifélagsins Rapyd hefur verið kláruð í kjölfarið á því að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands heimilaði viðskiptin.

Eins og áður hefur verið tilkynnt þá greiðist kaupverðið með reiðufé. Hluti kaupverðs tekur mið af rekstri Korta á þessu ári og því liggur ekki fyrir hvert endanlegt kaupverð verður fyrr en í upphafi næsta árs. Mat bankans á kaupverði fyrir eignarhlut bankans í Korta er að það verði í samræmi við bókfært virði hlutarins og hafi því ekki mikil áhrif á afkomu bankans á þessu rekstrarári.