Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Upplýsingar vegna uppgjörs annars ársfjórðungs 2020

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim mun rekstrarhagnaður Reita fyrir matsbreytingu á fjórðungnum vera 1.742 m.kr. samanborið við 1.905 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2020 og 1.952 m.kr. á sama fjórðungi árið á undan. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir matsbreytingu á fyrstu sex mánuðum ársins verður því 3.647 m.kr.
  

Áhrif Covid-19 skýra að mestu leyti samdrátt í afkomu, en gert er ráð fyrir 316 m.kr. tekjutapi á fjórðungnum. Umfang áætlaðs tekjutaps á fjórðungnum er í samræmi við mat stjórnenda sem myndaði grunn að matsbreytingu eigna í uppgjöri fyrsta ársfjórðungs 2020. Í drögunum er endurgreiðsla fasteignagjalda upp á tæpar 200 m.kr. sem skilaði sér á öðrum fjórðungi í kjölfar endurmats á fasteignamati Kringlunnar.  

Uppgjörið fyrir annan ársfjórðung er enn í vinnslu og bíður könnunar endurskoðanda og gætu því framangreindar upplýsingar tekið breytingum þar til uppgjörið verður birt 24. ágúst nk. 

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416, eða einar@reitir.is.