Skeljungur hf.: Uppgjör 2. ársfjórðungs 2020 birt miðvikudaginn 12. ágúst – kynningarfundur haldinn 13. ágúst kl. 8:30


Skeljungur hf. mun birta uppgjör annars ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaðar miðvikudaginn 12. ágúst nk.

Af því tilefni býður Skeljungur til opins kynningarfundar fimmtudaginn 13. ágúst, kl. 8:30, að höfuðstöðvum Skeljungs, Borgartúni 26, 8. hæð, 105 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar frá kl. 8:15.

Á fundinum munu Árni Pétur Jónsson, forstjóri, og Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kynna uppgjörið og helstu þætti úr rekstrinum. Að fundi loknum gefst fundargestum tækifæri til þess að ræða við stjórnendur félagsins.

Kynningarefni af fundinum verður gert aðgengilegt á heimasíðu Skeljungs, https://www.skeljungur.is/fyrir-fjarfesta

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is.

Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/