Kvika banki hf.: Stækkun útgáfu fimm ára almennra skuldabréfa í flokkinum KVB 19 01


Kvika banki hf. hefur í dag lokið sölu að andvirði 2.120 m.kr. í skuldabréfaflokkinum KVB 19 01, fimm ára almennu skuldabréfi með jöfnum mánaðarlegum afborgunum og vaxtagreiðslum. Skuldabréfið ber breytilega vexti, REIBOR 1 mánuður, að viðbættu 1,50% álagi og er selt á pari. Áður hefur bankinn gefið út 1.520m.kr. í flokkinum og nemur heildarútgáfa í dag 3.640 m.kr. en heildarútgáfuheimild er 5.000 m.kr. Skuldabréfið verður tekið til viðskipta á Nasdaq Iceland í næstu viku.