Reginn hf. – Uppgreiðsla skuldabréfaflokksins REG3A 14 1



Reginn atvinnuhúsnæði ehf., dótturfélag Regins hf. hefur nýtt sér ákvæði til uppgreiðslu skuldabréfaflokksins REG3A 14 1 og mun uppgjör fara fram 25. ágúst 2020. Uppgreiðslan er hluti af vegferð félagsins til endurfjármögnunar og er fjármögnuð með hagstæðu láni frá Íslandsbanka hf. sem færast mun undir almenna tryggingafyrirkomulag félagsins. Stefnt er að uppgreiðslu lánsins að undangengnu skuldabréfaútboði undir 70 ma.kr. útgáfuramma félagsins þegar markaðsaðstæður eru hagstæðar.

Það er mat félagsins að á næstu misserum muni verða tækifæri til þess að nýta útgáfuramma félagsins til frekari fjármögnunar með skuldabréfaútgáfu. Fjármögnunin að baki skuldabréfaflokknum, sem nú er greiddur upp, bar 3,85 % vexti. Síðasta skuldabréfaútboð félagsins, útgáfa grænna skuldabréfa, var selt á kröfunni 2,5%.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson - Forstjóri Regins hf. - Sími: 512 8900 / 899 6262