Klappir grænar lausnir hf.: Hækkun hlutafjár


Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. ákvað í dag þann 25.ágúst 2020 að nýta heimild stjórnar sem veitt var á aðalfundi félagsins 2. apríl 2020,
samkvæmt ákvæði 2.01.5 í samþykktum félagsins til að auka hlutafé félagsins um kr. 2.041.555  að nafnvirði í B-flokki hlutafjár.
Hið nýja hlutafé skal selt á genginu 15,5 kr. pr. hlut og er því söluverð nýrra hluta kr. 31.644.109. Fyrir hækkun var útgefið hlutafé í B-flokki  
kr. 88.112.145 að nafnvirði en verður kr. 90.153.700 að nafnvirði eftir hækkunina. Hinir nýju hlutir skulu greiddir með skuldajöfnun
á móti kr. 30.000.000,- kröfu KLAPPA ehf., kt. 450313-0680, á hendur félaginu, ásamt ógreiddum vöxtum að fjárhæð kr. 1.644.109.
Samkvæmt ákvæði 2.01.3 í samþykktum félagsins fara eigendur B-flokks hlutabréfa ekki með atkvæðisrétt á hlutafafundum félagsins.

Hækkunin verður tilkynnt til Fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra og óskað mun verða eftir töku hlutanna í viðskipti á First North markaði Nasdaq OMX.

Nánari upplýsingar veita Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri  Klappa s. 664-9200

Viðhengi



Attachments

Klappir_samþykktir_25.08.2020