Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Niðurstöður hluthafafundar 22. september 2020

Þriðjudaginn 22. september 2020 var haldinn hluthafafundur í Reitum fasteignafélagi hf. á Hotel Reykjavik Hilton Nordica. Fundurinn hófst kl. 15.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins: https://ml-eu.globenewswire.com/Resource/Download/e045a01e-1cb8-44db-913f-93a9fddc65e3

1. Tillaga um heimild til hlutafjárhækkunar.

Tillagan var samþykkt eins og hún lá fyrir fundinum og veitti fundurinn stjórn heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 120.000.000 hluti að nafnvirði. Gildir heimildin til 31. desember 2020.

2. Tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum.

Tillaga um lækkun hlutafjár úr 669.856.201 kr. í 658.476.201 kr. og tilheyrandi breyting á 4. gr. samþykkta félagsins var samþykkt.

3. Önnur mál.

Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 16.00.