Reginn hf.: Hækkun á hlutafé



Reginn hf. hefur aukið hlutafé sitt um 40.000.000 krónur að nafnvirði. Þann 14. september sl. ákvað stjórn að nýta heimild hluthafafundar frá 9. september 2020, sbr. fréttatilkynningu í Kauphöll Íslands þann sama dag. Í útboði sem fram fór dagana 25. til 28. september 2020 fékkst áskrift fyrir öllum 40.000.000 hlutunum sem í boði voru. Hlutafjáraukningin var skráð hjá Fyrirtækjaskrá 1. október 2020 og Nasdaq CSD 2. október 2020 og voru hlutirnir afhentir sama dag. Hækkunin tekur gildi í kerfum Nasdaq Iceland hf. þann 5. október 2020.

Hlutafé í Regin fyrir hlutafjáraukningu var 1.783.152.097 að nafnvirði og er að henni lokinni 1.823.152.097 krónur að nafnvirði. Eitt atkvæði fylgir hverri krónu nafnverðs. Reginn á ekki eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Regin frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar hjá Nasdaq CSD.


Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262