Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Skráð hækkun hlutafjár, heildarfjöldi hluta og atkvæða

Þann 21. október sl. lauk hlutafjárútboði Reita á alls 120.000.000 nýjum hlutum í félaginu sbr. tilkynningu um niðurstöður hlutafjárútboðsins sem sjá má hér. Var hlutaféð greitt inn þann 28.október sl.

Hlutafjárhækkunin hefur nú verið skráð í Fyrirtækjaskrá. Skráð hlutafé Reita eftir hækkunina er að nafnvirði 778.476.201 kr. en var fyrir hækkunina 658.476.201 kr. að nafnvirði. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir eru í sama flokki og njóta sömu réttinda.

Heildarfjöldi hluta og heildarfjöldi atkvæða er þar af leiðandi 778.476.201 kr. að nafnverði.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða einar@reitir.is.