Source: Marel hf.

Marel: Fjárhagsdagatal 2021

Marel mun halda aðalfund og birta árshluta- og ársuppgjör félagsins samkvæmt neðangreindu fjárhagsdagatali:

Fjárhagsdagatal 2021

AGM17. mars 2021 Aðalfundur Marel
1F 202128. apríl 2021 Árshlutauppgjör. Fjárfestafundur 29. apríl 2021
2F 202121. júlí 2021 Árshlutauppgjör. Fjárfestafundur 22. júlí 2021
3F 202120. október 2021 Árshlutauppgjör. Fjárfestafundur 21. október 2021
4F 20212. febrúar 2022 Árshluta- og ársuppgjör. Fjárfestafundur 3. febrúar 2022

Áður birt fjárhagsdagatal fyrir 2020 er óbreytt:

4F 20203. febrúar 2021 Árshluta- og ársuppgjör. Fjárfestafundur 4. febrúar 2021

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaðar. Vinsamlegast athugið að dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Fjárfestafundir og vefvarp

Fjárfestum og öðrum markaðsaðilum er boðið á fjárfestafundi sem haldnir eru ársfjórðungslega. Fundirnir fara fram á ensku. Fundunum er vefvarpað beint á www.marel.com/webcast og upptökur eru aðgengilegar á www.marel.com/IR eftir fundi. Markaðsaðilum gefst einnig tækifæri til að hringja inn á fundina.

Fjárfestatengsl

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið IR@marel.com og í síma 563 8001.

Um Marel

Marel (NASDAQ: MAREL; AEX: MAREL) er í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu tækja, heildarlausna, hugbúnaðar og þjónustu fyrir matvælavinnslu á kjúklingi, kjöti og fiski. Hjá Marel starfa nú um 7.000 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Þann 8. október lauk Marel við kaupin á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna, með 500 starfsmenn og um 80 milljón evrur í veltu. Árið 2019, velti Marel um 1,3 milljarði evra, en árlega fjárfestir félagið um 6% af veltu í nýsköpun og vöruþróun sem styður við aukna hagkvæmni, öryggi og sjálfbærni í matvælavinnslu. Félagið var stofnað 1983, skráð í Kauphöll Íslands árið 1992, og tvíhliða skráð í Euronext kauphöllina í Amsterdam í júní 2019.