Eik fasteignafélag hf.: Sala á skuldabréfum í nýjum flokki


Eik fasteignafélag hf. lauk í dag sölu á skuldabréfum í nýjum skuldabréfaflokki, EIK141233.

Skuldabréfaflokkurinn er með lokagjalddaga þann 14. desember 2033 og fylgir 30 ára jafngreiðsluferli fram til lokagjalddaga. Ber flokkurinn fasta 2,327% verðtryggða vexti. Flokkurinn er uppgreiðanlegur gegn 0,1% uppgreiðslugjaldi á gjalddögunum 14. desember 2032 og 14. júní 2033.

Samtals bárust tilboð að fjárhæð 8.000 milljónir króna að nafnverði og tók félagið tilboðum að fjárhæð 6.500 milljónir króna að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 2,34%. Stefnt er að útgáfu skuldabréfanna og uppgjöri viðskiptanna þann 14. desember 2020.

Útgáfa skuldabréfanna er liður í endurfjármögnun skulda samstæðu félagsins sem meðal annars tekur til uppgreiðslu skuldabréfaflokksins LF 14 1.

Í kjölfar töku bankalána á hagstæðum kjörum, útgáfu skuldabréfanna og uppgreiðslu LF 14 1 verða vegin verðtryggð kjör félagsins um 3,15% m.v. þá vexti sem breytileg verðtryggð lán bera í dag. Vegin óverðtryggð kjör eftir endurfjármögnun verða um 2,9% m.v. óbreytta vaxtagrunna sem breytileg kjör félagsins fylgja.

Íslandsbanki hafði umsjón með sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s: 590-2209 / 820-8980