Hagar hf.: Reglubundin tilkynning um kaup Haga hf. á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í 50. viku 2020 keyptu Hagar hf. 3.700.000 eigin hluti fyrir kr. 214.990.000 eins og hér segir:

Dags. Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð Eigin hlutir eftir viðskipti
07.12.2020 09:47 500.000 57,60 28.800.000 10.729.550
07.12.2020 12:40 300.000 57,50 17.250.000 11.029.550
08.12.2020 10:33 500.000 57,70 28.850.000 11.529.550
09.12.2020 09:35 500.000 58,30 29.150.000 12.029.550
09.12.2020 10:49 300.000 58,10 17.430.000 12.329.550
10.12.2020 09:58 500.000 58,60 29.300.000 12.829.550
10.12.2020 12:56 300.000 58,40 17.520.000 13.129.550
11.12.2020 09:52 500.000 58,40 29.200.000 13.629.550
11.12.2020 10:59 300.000 58,30 17.490.000 13.929.550
Samtals 3.700.000 214.990.000 13.929.550

Er hér um að ræða tilkynningu um kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem hrint var í framkvæmd 1. desember 2020, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 30. nóvember 2020.

Hagar hafa keypt samtals 4.700.000 hluti í félaginu sem samsvarar 4,32% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 271.840.000 sem samsvarar 54,37% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Hagar eiga nú samtals 1,18% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.180.624.568.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 108.832.906 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 500 milljónir króna. Áætlunin er í gildi til 9. júní 2021, eða fram að aðalfundi félagsins 2021, nema ef skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og II. kafla viðauka reglugerðar nr. 630/2005, um innherjaupplýsingar og markaðssvik.