Samkeppniseftirlitið hefur lokið markaðsrannsókn á eldsneytismarkaði sem hófst í júní 2013

Samandregið er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins, vegna þeirra skaðlegu samkeppnisaðstæðna sem eftirlitið taldi að bregðast þyrfti við í frummatsskýrslu 30. nóvember 2015, að íhlutanir Samkeppniseftirlitsins sem og breytingar á markaði hafi leitt til þess að aðgengi að eldsneyti í heildsölu er betra en áður, aðgangur að birgðarými er greiðari, aðgangshindranir á eldsneytismarkaði eru minni, verðsamkeppni fyrir bifreiðaeldsneyti hefur aukist og fákeppniseinkenni markaðarins minnkað. Virðast skaðlegar samkeppnisaðstæður á eldsneytismarkaði vegna samhæfðrar hegðunar, lóðréttar samþættingar og aðgangshindrana því hafa batnað á tíma markaðsrannsóknarinnar og vegna hennar. 

Með hliðsjón af framangreindu er það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki séu forsendur til þess að grípa til íhlutunar samkvæmt c-lið 1. mgr. 16. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, vegna þess frummats og tillagna um úrbætur sem lýst var í fyrrgreindri frummatsskýrslu. Í því felst að mögulegar samkeppnishindranir sem enn kunna að vera til staðar verða ekki grundvallaðar á umræddu frummati einu og sér.

Með skýrslu þessari nr. 1/2020 hefur Samkeppniseftirlitsið birt opinberlega niðurstöður markaðsrannsóknarinnar, sbr. d-lið 9. gr. reglna um markaðsrannsóknir nr. 490/2013.

Nánari upplýsingar veitir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festi eggert@festi.is

Viðhengi