Kvika banki hf.: Áætluð afkoma 2021


Á stjórnarfundi þann 28. janúar 2021 samþykkti stjórn Kviku banka hf. („Kvika“ eða „bankinn“) rekstraráætlun fyrir árið 2021.

Afkoma 2021 áætluð 2.600 - 3.000 milljónir króna fyrir skatta

Áætlunin gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 2.600 – 3.000 milljónir króna.  

Afkoma bankans getur vikið frá áætlun, meðal annars vegna markaðsaðstæðna og annarra ófyrirséða atburða.

Stefnt er að samruna við TM hf. og Lykil fjármögnun hf. sem áætlað er að verði fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. Þar sem eftirlitsaðilar og hlutahafafundir félaganna hafa ekki samþykkt samrunann þá gerir áætlunin ekki ráð fyrir honum. Ef af samruna verður munu forsendur áætlunar breytast verulega. Eftir samruna verður birt ný áætlun sameinaðs félags.

Afkoma yfir áætlun samkvæmt bráðabirgðauppgjöri

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri stefnir afkoma Kviku á árinu 2020 í að vera um 2.340 milljónir króna fyrir skatta. Afkomuspá Kviku fyrir árið 2020 var hækkuð  í október og gerði þá ráð fyrir að afkoma fyrir skatta yrði á bilinu 2.000 – 2.300 milljónir króna.

Stjórn bankans leggur til við hluthafafund að ekki verði greiddur arður á árinu 2021 vegna ársins 2020. Þessi tillaga er lögð fram með tilliti til fyrirhugaðs samruna. Stjórn hyggst þó leggja til við aðalfund félagsins að veitt verði heimild til kaupa á eigin bréfum.