Reginn hf. – REGINN50 GB vaxtaauki niður fallinn



Í tilkynningu frá Reginn hf. þann 30. júní 2020 vegna útgáfu grænna skuldabréfa REGINN50 GB kom fram að kröfur samkvæmt skuldabréfunum væru tryggðar samkvæmt sértæku tryggingarfyrirkomulagi með veði í Hagasmára 1 (Smáralind). Þar til tryggingarbréf flokksins yrði komið á fyrsta veðrétt skyldi bætast 0,5% (50 punkta) vaxtaauki við vexti samkvæmt skuldabréfunum.

Tryggingarbréf flokksins hvílir nú á fyrsta veðrétti Hagasmára 1, Kópavogi, fastanúmer 222-7650 og hefur umboðsmanni kröfuhafa verið afhent veðbókarvottorð sem staðfestir veðrétt samkvæmt framansögðu. Skal því álagið falla niður frá og með næsta vaxtatímabili sem hefst þann 20. febrúar 2020. 

Samkvæmt gr. 9.1 í skilmálum telst birting í fréttakerfi þess skipulega verðbréfamarkaðar þar sem skuldaskjölin hafa verið tekin til viðskipta fullnægjandi afhending skjala.


Nánari upplýsingar:
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is  - S: 512 8900 / 899 6262