Skeljungur hf.: Hagræðingar og skipulagsbreytingar hjá Skeljungi


Stjórn Skeljungs hf. samþykkti í dag nýtt skipurit félagsins að tillögu forstjóra. Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við.

Helstu breytingarnar eru þær að verkefni munu færast til á milli sviða sem leiðir til þess að stöðugildum hjá félaginu fækkar um 20 og taka breytingarnar til allra sviða félagsins.

Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 m. kr. og verður hann gjaldfærður á fyrsta fjórðungi ársins.

Engin breyting er gerð á aðilum í framkvæmdastjórn en eftirfarandi eru meginbreytingar á verkefnum milli sviða samkvæmt hinu nýja skipuriti:

Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, mun taka við dreifingu eldsneytis, sem áður tilheyrði rekstrarsviði, ásamt því að sinna áfram sölu til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi og landi, ásamt vörusölu og þjónustuveri.

Már Erlingsson verður framkvæmdastjóri innkaupa og birgðahalds í stað framkvæmdastjóri rekstrarsviðs.

Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, mun taka við verkefnum framkvæmdadeildar, ásamt því að sinna áfram þjónustustöðvum Orkunnar, Kvikk, 10-11 og Extra.

Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem áður leiddi lögfræðisvið ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn, mun verða framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála. Mannauður og menning, gæða- öryggis- og umhverfismál sem áður tilheyrðu fjármálasviði færast til

Gróu, sem og stjórnarhættir og stefna.

Ólafur Þór Jóhannesson mun áfram leiða fjármálasvið en undir því sviði tilheyra móttaka, reikningshald og upplýsingatækni. Auk þess mun Ólafur Þór gegna stöðu staðgengils forstjóra en áður gegndi Már Erlingsson þeirri stöðu.

Meðfylgjandi er nýtt skipurit sem tekur gildi 1. mars 2021.

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, fjarfestar@skeljungur.is.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi



Attachments

Skipurit Skeljungs 26.02.2021